Styrktarsjóður Samtaka um tónlistarhús og Ruthar Hermanns

Fimmta úthlutun styrktarsjóðs Samtaka um tónlistarhús og Ruthar Hermanns, fór fram 1. febrúar í Hörpu.

Úthlutað var styrkjum til tónleikahalds í Hörpu fyrir árið 2016, alls að upphæð kr. 3.000.000.-

Umsóknir voru alls 16, og úthlutað var til 5 verkefna.

Styrkþegar ársins eru:

Reykjavík Midsommer Music 2016

Kammersveit Reykjavíkur 

Jazzklúbburinn Múlinn

Kammermúsíkklúbburinn

Innrás úr Austri - hljómsveitir og tónlistarmenn frá Austfjörðum.

 

Á meðfylgjandi mynd eru styrkþegar ásamt Ásmundi Jónssyni, formanni sjóðsins.

Frá vinstri: Ásmundur Jónsson, Ólafur Jónsson / Jazzklúbburinn Múlinn, Rut Ingólfsdóttir / Kammersveit Reykjavíkur, Víkingur Heiðar Ólafsson / Reykjavík Midsummer Music, Eva Káradóttir / Innrás úr Austri, Helgi Hafliðason / Kammermúsíkklúbburinn.

 

 

 

 

 


Til baka


yfirlit frétta